DJ flugvél og geimskip gefur út nýtt myndband: Tilraunastofa

Íslenskt

Í dag (8. ágúst) sendi tónlistarkonan dj. flugvél og geimskip frá sér myndband við lagið Tilraunastofa (sjá hér fyrir ofan) en leikstjórn var í höndum Atla Sigurjónssonar.

Lagið er að finna á plötunni Nótt á hafsbotni sem kom út á vegum Mengis sumarið 2015. 

Þess má geta að myndbandið var upprunalega frumsýnt 3. ágúst á Loft en í tilkynningu sem birtist á síðu viðburðarins á Facebook þakkaði söngkonan eftirfarandi aðilum sérstaklega fyrir:

„Sérstakar þakkir fá Atli Viðar Þorsteinsson, pródúser, sem skipulagði og hjálpaði okkur ótrúlega mikið; Hrafn Garðarsson, töku-og ljósamaður; Þórunn Hjartardóttir sem eldaði mat handa okkur; og Katrín Harðardóttir og Andrés Valur Jóhannsson sem voru til staðar og gerðu alls konar hluti sem þurfti að gera“

– DJ Flugvél og Geimskip

Dj. flugvél og geimskip er sólóverkefni Steinunnar Harðardóttur sem gaf út sína fyrstu plötu, Rokk og róleg lög, árið 2009. Árið 2013 gaf hún út plötuna Glamúr í geimnum og eins og fram kemur hér fyrir ofan kom platan Nótt á hafsbotni út árið 2015.