DJ Karítas, Egill Spegill o.fl. velja uppáhalds Young Thug lagið sitt

Íslenskt

Á morgun stígur rapparinn Young Thug á svið í Laugardalshöllinni en um ræðir sannkallað Hip-Hop hlaðborð þar sem fjölbreytt flóra íslenskra rappara hitar upp fyrir fyrrnefndan ungan bófa – að ógelymdu breska tvíeykinu Krept & Konan. 

Fram koma Aron Can, Emmsjé Gauti, Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, Alvia, Alexander Jarl, Birnir, Sturla Atlas ásamt plötusnúðunum DJ Karítas, Egill Spegill og DJ B-Ruff. 

Nánar: https://tix.is/is/event/3631/k...

Í tilefni þess setti SKE sig í samband við nokkra „rappspekinga“ og forvitnaðist nánar um hvaða lög – ef einhver – væru í sérstöku uppáhaldi; sitt sýnist hverjum:

Guwop – Benedikt Freyr Jónsson (plötusnúður)

„Feitt bít og Quavo, Offset og Jeffery með sleggju.“ – DJ B-Ruff

Danny Glover – Karítas Óðinsdóttir (plötusnúður)

„Danny Glover er fyrsta lagið sem ég heyrði með Young Thug og verður ávallt í uppáhaldi.“ – DJ Karítas

Calling Your Name – Stefán Þór Hjartarson (blaðamaður)

„Calling Your Name er ,bizarro' popplag (sem minnir pínu á sophie eða eitthvað) sem sýnir að þessi gaur er eitthvað freak sem getur gert fáránleg lög.“ – SÞH

Relationship feat. Future – Róbert Aron Magnússon (útvarpsmaður og plötusnúður)

„Relationship er nýtt og ferskt. Lagið er að finna á nýjustu plötu Young Thug, Beautiful Thugger Girls.“ – DJ Rampage

Family Don't Matter feat. Millie Go Lightly – Ragnar Tómas Hallgrímsson (blaðamaður)

„Þetta er eins og einhver sagði í kommentakerfi Youtube: "Thug really out here dropping the greatest country song of all time.“ – RTH

Memo – Egill Ásgeirsson (plötusnúður)

„Ég man bara ekki hvað hitt lagið sem ég fýla heitir – er í vinnunni eins og stendur. Annars er Memo gott lag.“ – Egill Spegill

Check – Árni Bragi Hjaltason (plötusnúður)

„Check er brjálæðislega ,smooth' lag“ – DJ Kocoon

Guwop – Bjarni Jónsson (rappspekingur)

„Guwop er einfaldlega best.“ – BJ

Að lokum er þess virði að nefna lög á borð við Wyclef Jean, Pick Up The Phone og Best Friend.