DJ Vikunnar: B-Ruff fer yfir uppáhalds íslensku R&B lögin sín

DJ of the Week

Nýverið kíkti DJ B-Ruff í hljóðver SKE en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni „DJ vikunnar“ þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og ræðir fimm góð lög.

DJ B-Ruff hefur verið iðinn við kolann undanfarið; ásamt því að vera einn umsjónarmanna útvarpsþáttarins Kronik stýrir hann einnig útvarpsþættinum Tetriz á X-inu 977 en þátturinn fer í loftið fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 12:00. Einnig gaf hann út lagið Kisses ásamt söngkonunni Önnu Hlín í sumar (sjá neðst) en lagið hefur fengið góðar viðtökur.

SKE forvitnaðist meðal annars um hvaða fimm íslensk R&B lög væru í uppáhaldi hjá B-Ruff um þessar mundir ásamt því að spyrja hann hvað væri það erfiðasta við það að starfa með Robba Kronik:

„Úfff, hvað er ekki erfitt við ... ég myndi segja að halda einbeitingunni með honum sé frekar erfitt.“

– DJ B-Ruff

SKE þakkar B-Ruff kærlega fyrir spjallið og bendir lesendum jafnframt á að næsti þáttur Kronik fer í loftið á morgun, föstudaginn 25. ágúst, klukkan 18:00.