Drake og Meek Mill gefa út myndband við "Going Bad"

Fréttir

30. nóvember síðastliðinn gaf bandaríski rapparinn Meek Mill út hljóðversplötuna Championships. Platan geymir 19 lög þar á meðal lagið Going Bad sem Mill samdi í samstarfi við hinn kanadíska Drake. 

Í gær (7. febrúar) gáfu kollegarnir út myndband við lagið (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Kid Art. 

Þá koma fleiri tónlistarmenn koma við sögu í myndbandinu, þar á meðal Swizz Beatz, T.I., Mustard, Nipsey Hussle, Shy Glizzy og PnB Rock.

Líkt og fram kom á vefsíðu Fader er Going Bad fyrsta lagið sem rappararnir gefa út í sameiningu eftir að hafa náð sáttum í fyrra; rappararnir unnu lagið R.I.C.O.—sem er að finna á plötunni Dreams Worth More Than Money—saman árið 2015 en elduðu grátt silfur skömmu eftir útgáfu plötunnar (í kjölfar útgáfunnar sakaði Meek Mill kanadíska kollega sinn Drake um að hafa ekki skrifað erindi sitt við lagið sjálfur og að hafa ekki aðstoðað sig við að auglýsa plötuna).

Nánar: https://www.thefader.com/2019/...