„Ég á Heimi Hallgrímssyni mikið að þakka fyrir minn feril í dag.“—Eiður Aron (myndband)

SKE Sport

Nýverið kíkti SKE í Origo-Höllinni í því augnamiði að spjalla við Eið Aron Sigurbjörnsson—liðsmann fótboltafélagsins Vals—(sjá hér að ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem lista- og íþróttafólk svara nokkrum viðeigandi spurningum á meðan á æfingum þeirra stendur.

Aðspurður hvenær honum fór mest fram sem fótboltamaður segir Eiður Aron að það hafi verið árið 2009 þegar hann byrjaði að taka fótboltanum alvarlega:

„Ég myndi segja að ég tók fótboltann fyrst alvarlega 2009. ÉG var við það að hætta 2008. Svo missi ég pabba minn í mars 2009 og eftir það þá fékk ég þvílíkt traust frá Heimi Hallgríms—sem var þjálfari ÍBV á þeim tíma—og ég á honum mikið að þakka fyrir feril minn í dag.“

– Eiður Aron Sigurbjörnsson

Áhugasamir geta nálgast fleiri viðtöl við íslenska íþróttamenn með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

SKE SPORT: http://ske.is/sport