„Ég lít gríðarlega mikið upp til hans í þessu.“—SKE kíkir á rúntinn með Ólafi Arnalds

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með tónlistarmanninum Ólafi Arnalds en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.

Tilefni rúntsins – ef hægt er að tala um slíkt – var útgáfa myndbandsins við lagið re:memeber sem Ólafur gaf út fyrir stuttu. 

Ásamt því að ræða Alda Music, söngkonuna GDRN og ýmislegt annað, barst talið einnig að föður Ólafs sem greindist með Parkinson's fyrir ca. fjórum árum síðan:

„Ég hef aldrei upplifað annað eins æðruleysi og þann mann þegar hann greindist með (Parkinson's) ... hann gengur upp á Esjuna tvisvar í viku og heldur þessu niðri þannig ... ég lít gríðarlega mikið upp til hans í þessu.“

– Ólafur Arnalds

Hér fyrir neðan er svo myndbandið við lagið re:member sem kom út í byrjun apríl.