„Ég og pabbi erum mestu mátar.“—Baltasar Breki (Í bílnum)

Fréttir

Nýverið fór SKE á rúntinn með leikaranum Baltasar Breka Samper en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.

Tilefni rúntsins—ef hægt er að tala um slíkt—var útgáfa kvikmyndarinnar Vargur sem kom út í maí. Myndin hefur fengið góðar viðtökur en gagnrýnandi RÚV fer meðal annars fögrum orðum um myndina: „Vargur er laus við þá töffaralegu tilgerð sem vill stundum fylgja svipuðum myndum.“

Nánar: http://www.ruv.is/frett/ovenju...

Líkt og flestir vita er Baltasar Breki sonur leikstjórans Baltasar Kormáks en eins og fram kemur í viðtalinu eru þeir feðgar mestu mátar í dag—þó svo að það hafi ekki alltaf verið þannig:

„(Sambandið) er mjög fínt—en það hefur ekki alltaf verið það, líkt og gerist á öllum bæjum; það getur verið stirt. Og var það þegar ég var unglingur ... ég var alger rugludallur þegar ég var yngri. Þegar ég var í MR útskrifaðist ég með 4.97. Ég rétt slefaði í gegnum stúdentsprófið—og það fylgdi því alls konar djammrugl og svona sem pabbi var ekki að fíla. Hann endaði á því að henda mér út þegar ég var 18 ára.“

– Baltasar Breki

Hér fyrir neðan er svo stikla úr kvikmyndinni Vargur.