Frábært „Feel Good“ lag fyrir sumarið – Buddy og Kaytranada: World of Wonders

Erlent

Kaytranada og rapparinn Buddy gáfu út myndband við lagið World of Wonders í fyrradag (14. júní) en lagið er að finna á EP plötunni Ocean & Montana sem kom út fyrr á árinu

Myndbandið er í raun sjálfstætt framhald af síðasta myndbandi Kaytranadda og Buddy, við lagið Find Me, þar sem rapparinn virðist vakna úr þeim draumi sem fyrra myndbandið var (sjá hér fyrir neðan). 

Þess má geta að nóg er að gera hjá 'ofurpródúsentnum' Kaytranada þessa dagana en nýverið lýsti hinn geðþekki og hæfileikaríki Pharrell Williams því yfir að hann hefði mikinn áhuga á því að gefa út EP plötu með Kaytranada (Kaytranada hefur meðal annars starfað með Anderson .Paak sem stígur á svið á Secret Solstice næstkomandi sunnudag 18. júní).