Eitt stykki þristur takk fyrir

Þið vitið hvaða dagur er og þar af leiðandi hverslags þristur þetta er.

Já, það er nú heldur betur kominn föstudagur eða eins og við hér í höfuðstöðvum Ske köllum hann: þristadagur.

Það er hellingur að frétta í dag - 03 Greedo plata, Action Bronson plata, YNW Melly plata beint úr fangelsinu og hellingur í viðbót. Vindum okkur í þetta.

03 Greedo ásamt Kenny Beats og Freddie Gibbs - Disco Shit

Leirkallar að dúndra í sig diskói og Freddie Gibbs með autotune, verður varla betra.

Action Bronson og Alchemist - Accoutrements

Action Bronson að rappa ekki neitt eins og Ghostface Killah eins og venjulega og flauelsmjúkir tónar frá Alchemist undir.

YRN Murk og Playboi Carti - What Type Of Shit You On

Þetta bít er einhver algjör þvæla og Playboi Carti er kominn með nýja rödd sem hljómar eins og ég ímynda mér að kettir myndu hljóma ef þeir gætu talað.