Eldri maður skákar A$AP Rocky: „Afi rústaði þessu.“

Áhugavert

Í gær (6. júní) deildi vefsíðan Fashion Fuckery ofangreindri mynd á Instagram-síðu sinni og þá undir yfirskriftinni "Who Wore It Better?" eða „Hver er stællegri?“ 

Um ræðir tvær ljósmyndir, hlið við hlið: ein af rapparanum A$AP Rocky og önnur af eldri manni íklæddan sömu flíkum. 

Mikil umræði skapaðist í kjölfarið: margir voru á því að eldri maðurinn—sem heitir réttu nafni Alojz Abram, en fékk þó snemma viðurnefnið grandpa (afi) í athugasemdakerfi Instagram—hefði skákað hinum stællega Rocky (eldri maðurinn er, jú, með þráðlaus heyrnartól og sólgleraugu, eins og sumir bentu á), en aðrir voru ósammála. 

Að lokum blandaði A$AP Rocky sér sjálfur inn í umræðuna og tók allan vafann af: „Afi rústaði þessu.“

Áhugasamir geta skoðað fleiri myndir af Alojz Abram á Instagram-síðu þýska ljósmyndarans Jannik Diefenbach, sem er jafnframt afabarn Abram.

Instagram: https://www.instagram.com/jaad...

Heimasíða Diefenbach: https://www.jaadiee.com/

Þá rataði myndin meðal annars inn á forsíðu vefsíðunnar vinsælu Reddit. 

Nánar: https://www.reddit.com/r/stree...

Að lokum má þess geta að A$AP Rocky gaf út myndband við lagið Praise the Lord (Da Shine) í samstarfi við breska rapparann Skepta í gær (sjá hér að neðan). Lagið er að finna á plötunni TESTING sem kom út í lok maí.