Elegant Hoe eftir Alviu loks á Spotify

Íslenskt

Síðastliðinn 17. maí fagnaði rapparinn Alvia útgáfu  „milkshake-sins“ (annað orð yfir mixteip skv. Alviu) Elegant Hoe á Prikinu en platan hefur verið aðgengileg á vefsíðunni www.gumgumclan.com síðan þá.

Í dag (27. júlí) rataði „milkshake-ið“ loks á streymisveituna Spotify og eru það eflaust gleðifregnir fyrir marga (sjá hér fyrir neðan). Platan inniheldur átta lög og hefur fengið góðar viðtökur meðal unnenda íslensks rapps; lagið Elegant Hoe var meðal annars í 9. sæti yfir uppáhalds íslensku rapplög SKE það sem af er árinu 2017.

Nánar. http://ske.is/grein/25-uppahal...


Þess má einnig geta að Alvia hefur þegar gefið út tvö myndbönd við lögin Enter the Gum og Elegant Hoe sem eru að finna á plötunni (sjá hér fyrir neðan). 

Áhugasamir geta enn niðurhalað mixteipinu með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

http://gumgumclan.com/