Elli Grill og Alvia saman í nýju myndbandi: "Ísbjarnatrap"

Fréttir

Lagið Ísbjarna trap er að finna á plötunni Þykk fitan vol. 5 sem rapparinn Elli Grill gaf út í fyrrasumar. Lagið skartar tónlistarkonunni Alviu og vísar titill lagsins hvort tveggja í fyrstu plötu Bubba Morthens, Ísbjarnarblús, sem kom út árið 1980, og samnefnt lag á umræddri plötu.

Í dag (20. júní), rúmu ári eftir útgáfu plötunnar—og 38 árum eftir útgáfu plötunnar Ísbjarnarblús, nánast upp á dag—gaf Elli Grill út myndband við lagið Ísbjarna trap (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Midnight Mar og fara Elli Grill og Alvia bæði með hlutverk í myndbandinu. 


Hér fyrir neðan er svo lagið Ísbjarnarblús eftir Bubba Morthens.