Emmsjé Gauti flytur „Lágmúlinn“ í beinni—„Það getur enginn tekið Birnir.“ (myndband)

Kronik

Síðastliðið föstudagskvöld (20. apríl) leit rapparinn Emmsjé Gauti við í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977. Ásamt því að spjalla við umsjónarmenn þáttarins um væntanlegt tónleikaferðalag (sjá hlekk hér að neðan) flutti hann einnig lagið Lágmúlinn í beinni (sjá hér að ofan). Lagið samdi Gauti í samstarfi við rapparann Birnir en hinn síðarnefndi var fjarri góðu gamni síðastliðinn föstudag. Þrátt fyrir það gerði Gauti heiðarlega tilraun til þess að flytja erindi Birnis sjálfur—en hætti fljótlega við. Komst hann að þeirri niðurstöðu að ómögulegt sé að herma eftir Birni: „Það er ekki hægt.“

Íslandstúr Gauta: https://www.facebook.com/event...