Föstudags þristurinn

Í dag er föstudagur og þá hlustum við á nokkur (þrjú) ný rapplög sem komu út í dag (eða í nótt réttara sagt)

Það er kominn föstudagur, Airwaves er í blússandi gangi og Kári blæs duglega úti. Hvað er þá betra en að hlusta á þrjú glæný rapplög sem komu út í dag? Föstudagar eru jú ný-rapptónlist-dagarnir og því ekki vitlaust að skoða aðeins hvað er í gangi. Þetta eru aðeins þrjú lög, semi valin af handahófi, en auðvitað komu miklu fleiri lög út í dag.

Breski rapparinn (eða afroswingarinn?) J Hus sendi frá sér þetta track og hann er augljóslega frekar afslappur þessa dagana blessaður.

Lærisveinn Young Thug, Lil Baby, sendi frá sér þetta slímuga lag og er svona við svipað heygarðshorn og áður, en það er bara hið besta mál.

Griselda eru Westside Gunn (sem gaf út plötu í síðustu viku), bróðir hans Conway og Benny the Butcher. Þeir gera svona týpískt NY knucklehead rapp og Chef Dreds er bara akkúrat þannig rapp - ekkert flóknara en það.


Gleðilegan föstudag!