Floni gefur út Tala Saman

Íslenskt

Síðastliðinn sunnudag 4. júní gaf tónlistarmaðurinn Floni, sem heitir réttu nafni Friðrik Róbertsson, út sitt fyrsta lag á Youtube og Spotify (sjá hér fyrir ofan). Lagið ber titilinn Tala saman og er það pródúserað af Flona sjálfum ásamt Viktori Erni og Jökli Breka. Hljóðblöndun var í höndum Loga Pedro og var það Oculus sem sá um masteringu. 

Lagið hefur fengið fínar viðtökur á Youtube en einn af þeim sem hefur lýst aðdáun sinni á laginu er Elli Grill úr hljómsveitinni Shades of Reykjavík:

„Ligg hérna á gólfinu i fósturstellingu með þetta lag á repeat!“

– Elli Grill

Áhugasamir geta fylgst með Flona á eftirfarandi síðum.

Instagram: https://www.instagram.com/frid...

Facebook: https://www.facebook.com/pg/fl...

Youtube: https://www.youtube.com/channe...