Frá M.O.P. til Tupac—DJ B-Ruff þeytir skífum í Tetriz (myndband)

Tetriz

Fyrsta föstudag hvers mánaðar fer útvarpsþátturinn Tetriz í loftið á X-inu 977. Þátturinn er í umsjá plötusnúðsins Benedikts Freys Jónssonar—betur þekktur sem DJ B-Ruff—sem hefur það fyrir stafni að gera Hip Hop tónlist frá gamla skólanum hátt undir höfði.

DJ B-Ruff vék svo sannarlega ekki frá hefðbundinni dagskrá í byrjun júní en eins og sjá má hér fyrir ofan bauð B-Ruff hlustendum upp á vandaða syrpu af old school rapptónlist (SKE klippti saman brot af því besta).

Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísir.is: http://www.visir.is/section/ME...