Fyrsta stiklan úr kvikmynd Johnny Depp um Biggie og Tupac: "City of Lies"

Fréttir

Í gær (21. maí) leit fyrsta stiklan úr kvikmyndinni City of Lies dagsins ljós. Kvikmyndin segir frá rannsókn blaðamannsins Jack Jackson og lögreglumannsins Russell Poole á morðunum á bandarísku röppurunum Biggie Smalls og Tupac Shakur—og veitir hún einnig innsýn í meinta spillingu lögreglunnar í Los Angeles á tíunda áratugnum. Johnny Depp og Forest Whitaker fara með aðalhlutverk myndarinnar.

City of Lies leikstýrir Brad Furman, sem er sennilega hvað þekktastur fyrir kvikmyndina The Infiltrator, en myndin byggist á bókinni LAbyrinth. Samkvæmt grein á NME.com er myndin væntanleg í byrjun september. 

Nánar: http://www.nme.com/news/film/c...