Gauti og Hnetusmjör keyra sig í gang í nýju myndbandi (Þetta má)

Tónlist

Í dag (27. mars) leit myndband við lagið Þetta má dagsins ljós. Lagið er að finna á plötunni 17. nóvember sem Emmsjé Gauti gaf út í fyrra og skartar vélbyssukjaftinum og Kópavogsdrengnum Herra Hnetusmjör. 

Leikstjórn var í höndum Þorsteins Magnússonar. Magnús Atli Magnússon sá um myndatöku og sá Fannar Scheving Edwardsson um klippingu og litaleiðréttingu.

Lagið pródúseraði Björn Valur Pálsson og var það mix-að og master-að af Reddlights.