GDRN gefur út nýtt lag á Spotify: „Spennt fyrir að flytja nýtt efni á Airwaves.”

Íslenst

Næstkomandi föstudag 3. nóvember stígur söngkonan GDRN á svið á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni á Hard Rock Café – ásamt því að troða upp á ýmsum "off venue" tónleikum tengdum hátíðinni – en í tilefni þess gaf söngkonan út tvö myndbönd á Youtube í byrjun mánaðarins (sjá neðst).

Í dag (24. október) gaf söngkonan aðdáendum enn frekari forsmekk af því sem bíður þeirra á hátíðinni með útgáfu lagsins Það sem var á Spotify (sjá hér fyrir ofan) en um ræðir annað lagið sem söngkonan gefur út á streymisveitunni.

Lagið Það sem var samdi hún í samstarfi við tvíeykið ra:tio, sem samanstendur af pródúsentunum Bjarka Sigurðarsyni og Teiti Helga Skúlasyni, en SKE heyrði í hinum fyrrnefnda í morgun og lýsti hann laginu með eftirfarandi orðum:

„Það sem var virkaði sem gott ,follow-up' á eftir 'Ein' þrátt fyrir að vera töluvert öðruvísi ,track.' Við höfum vaxið mikið síðan síðasta lag kom út í febrúar og unnið í því að þróa okkar ,sound.' Nú erum við bara spennt fyrir því að flytja nýtt efni á Airwaves og gefa það svo út í framhaldinu.”

– Bjarki Sigurðarson

Þess má einnig geta að GDRN mun einnig koma fram á Vökunni, tónleikum sem hvetja ungt fólk sem hefur náð kosningaaldri til að nýta kosningarétt sinn, þann 28. október næstkomandi.

Nánar: https://www.facebook.com/vakan...

Facebook-síða GDRN: https://www.facebook.com/GDRNmusic/

Instagram-síðu GDRN: https://www.instagram.com/gdrnmusic/