GDRN og Floni saman í nýju myndbandi: „Lætur mig“

Fréttir

Næstkomandi sunnudag (24. júní) stígur söngkonan GDRN á svið á Secret Solstice hátíðinni í Laugardalnum en tæpt ár er liðið frá því að söngkonan kom fram á sjónarsviðið fyrst. 

Dagskrá Solstice: https://secretsolstice.is/sche...

Í aðdraganda tónleikanna—þ.e.a.s. í dag 18. júní—sendi GDRN frá sér myndband við lagið Lætur mig sem hún samdi í samstarfi við Flona (sjá hér að ofan).

Í samtali við SKE í gærkvöld sagði GDRN að lagið væri afrakstur góðs samstarfs:

„Lagið pródúseraði tvíeykið ra:tio. Þegar við vorum búin að semja fyrsta erindi lagsins og viðlagið fannst okkur þetta passa svo vel við Flona að við ákváðum að senda á hann línu og athuga hvort hann vildi stökkva á lagið með okkur. Hann gerði það svo sannarlega og úr varð þetta geggjaða lag. Arnar Ingi sá svo um að hljóðblanda lagið og tók það á allt annað level: Frábært samstarf með frábærum tónlistarmönnum. Því næst fengum við Ágúst Elí til að töfra fram og leikstýra myndbandi fyrir okkur sem var einungis tekið upp fyrir framan 'green-screen.'“

– GDRN (Guðrún

Hér fyrir neðan er svo ábreiða GDRN af laginu Dúfan mín eftir Loga Pedro ásamt viðtali SKE við Ólaf Arnalds þar sem hann ræðir, meðal annars, hæfileika GDRN (ca. 03:10): „Þetta lag sem er með Flona, sem þau er að gera myndband við núna, það er svaka hittari.