„Gef lítið fyrir fólk sem talar illa um CrossFit.“—Jakobína Jónsdóttir er gestur SKE Sport

SKE Sport

Nýverið kíkti SKE í heimsókn til Jakobínu Jónsdóttur—einn af eigendum CrossFit-stöðvarinnar Grandi 101—(sjá hér að ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Sport þar sem lista- og íþróttafólk svara nokkrum viðeigandi spurningum á meðan á æfingum þeirra stendur.

Líkt og fram kemur í viðtalinu gefur Jakobína lítið fyrir fólk sem talar illa um CrossFit:

„Það fólk sem er með fordóma gegn CrossFit er yfirleitt fólk sem hefur ekki verið í CrossFit sjálft. Ég segi við það fólk: Prófið að koma í CrossFit. Prófið að koma til okkar út á Granda. Og annað—slysatíðnin er ekki svo há eins og margir halda. Það er líka töluvert skárra, finnst mér, að meiða sig aðeins á fingri eða tá heldur en að fá kransæðastíflu—sitjandi upp í sófa allan daginn.“

– Jakobína Jónsdóttir

CrossFit-stöðin Grandi 101 er til húsa á Fiskislóð 49-51 í miðbæ Reykjavíkur en hér fyrir neðan geta áhugasamir nálgast ítarlegri upplýsingar um fyrirtækið.

Nánar: https://www.facebook.com/grand...

Hér fyrir neðan eru svo fleiri viðtöl frá myndbandsseríunni SKE Sport.