Gísli Pálmi gefur út EP plötu á Spotify: "Frost"

Fréttir

Í morgun (24. maí) gaf rapparinn Gísli Pálmi óvænt út fimm-laga EP plötu á Spotify (sjá hér að ofan). Platan ber titilinn Frost og skartar meðal annars rapparanum Tiny.

Lítið hefur farið fyrir Gísli Pálma síðastliðin misseri en rúmt ár er liðið frá því að rapparinn gaf út myndband við lagið RORO á Youtube. 

Gísli Pálmi gaf út samnefnda plötu árið 2015 en skífan vakti mikla athygli; röð myndaðist fyrir utan Smekkleysu á Laugavegi við útgáfu plötunnar.

Að lokum má þess geta að Gísli Pálmi stígur á svið á Secret Solstice tónlistarhátíðinni í júní.

Nánar: http://secretsolstice.is/line-...