Gjörningaklúbburinn - Cycles

„Það er enginn foringi eða yfirmaður"

Cycle listahátíðin fer fram í Kópavogi dagana 13. til 16. ágúst með fjölbreyttri dagskrá. Meðal þátttak- enda á hátíðinni þetta árið er Gjörningaklúbburinn, eða Icelandic Love Corporation, sem hefur allt frá stofnun árið 1996 verið í fremstu röð íslenskrar myndlistar. Meðlimir klúbbsins eru þrír, þær Jóní Jónsdóttir, Eirún Sigurðardóttir og Sigrún Hrólfs- dóttir. Ske setti sig í samband við þá síðastnefndu og ræddi við hana um eitt og annað, einkum þó annað.

Hvernig varð Gjörningaklúbburinn til? Hafði hann frá upphafi einhverskonar markmið eða stefnu?

Gjörningaklúbburinn varð til þegar við vorum saman í Myndlista­ og handíðaskóla Íslands. Okkur fannst spennandi að vinna saman og fundum að það hafði ákveðna kosti í för með sér. Hugmyndir þróuðust oft hratt og verkleg vinna varð auðveldari þegar fleiri lögðu hönd á plóg. Stefna hópsins hefur frá upphafi verið að búa til myndlist með fjölbreyttum hætti og hafa gaman af því um leið. Frá því að við byrjuðum að vinna saman höfum við unnið að mjög fjölbreyt­ tum verkefnum við ýmsar aðstæður. Við höfum unnið stór útilistaverk og gjörninga þar sem tugir annarra gjörningalistamanna koma að verkinu með okkur, en líka gert mjög einföld og viðkvæm verk. Við vinnum ekki eingöngu með gjörninga, heldur nýtum okkur hvaða tækni sem hentar hverju sinni. En við teljum þó að flest verkin okkar eigi rætur að rekja til gjörninga.

Nú hafið þið unnið gríðarlegan fjölda verka á nærri tuttugu ára ferli klúbbsins. Hvernig fara þrír fram- sæknir listamenn (með tímabundinni aðkomu annar- ra) að því að starfa svo lengi saman? Er það aldrei stríð? (Fæstar popphljómsveitir lifa svo lengi.)

Já þetta er með ólíkindum. Ef einhver hefði sagt okkur árið 1996 að við værum enn að starfa saman 2015 þá hefðum við sennilega orðið skelkaðar og hissa. Við segjum stundum að það sem að við höfum búið til í sameiningu sé fjórði líkaminn. Klúbburinn hefur á einhvern hátt tekið á sig mynd persónu og við þurfum að hlúa að þessum aðila og passa hann. Við erum líka með nokkrar einfaldar reglur sem við trúum að hafi góð áhrif á samstarfið. Það er enginn foringi eða yfirmaður og við tökum heldur ekki fram hver gerir hvað. Einnig er það regla að ef að hug­ mynd kviknar innan samstarfsins þá telst hún tilheyra samstarfinu. En það mega líka allir gera allt sem þeir vilja. Við eigum okkur allar sóló feril og erum í sam­ starfi við annað fólk utan Klúbbsins.

Hafið þið mjög líka listræna sýn eða ef þörf fyrir miklar málamiðlanir til að koma verkum til lífs?

Það er mismunandi. Stundum koma hugmyndir sem allar tengja við og auðvelt er að hrinda þeim í fram­ kvæmd. Stundum þurfum við að ræða hlutina fram og tilbaka til þess að komast að niðurstöðu. Stundum er einhver ein okkar með sterka og skýra sýn og þá fylgja hinar henni eftir. Þetta er allskonar. Við lítum á þetta samstarf sem ákveðið verkefni. Og það gerist mjög oft eitthvað sem við vitum að við sem einstak­ lingar hefðum ekki gert. Það er oftast mjög skemmti­ legt að takast á við þetta verkefni. En það getur líka verið erfitt. En það er verkefni okkar allra sem erum manneskjur að reyna að láta okkur lynda og finna lausnir á hlutunum.

Nú stendur fyrir dyrum Cycles-listahátíðin í Kópa- vogi, þar sem þið eruð meðal þátttakenda. Hvaða verk hyggist þið sýna þar?

Já þetta ætlar að verða stórskemmtileg og met­ naðarfull hátíð og við erum spenntar að taka þátt í henni. Við ætlum að endurgera gjörningalistaverk frá árinu 2002 sem heitir Ceremony ­ Harmony, verk þar sem tvö ólík öfl þenja sig úr sitthvorri áttinni í því sem virðist í fyrstu vera vonlaus bardagi, þar sem á endanum sá stærri hefur sigur. Það er hins vegar oft þannig að það leynist ótrúleg orka og afl í þeim sem

í fyrstu virðast vera minni máttar. Og á endanum er kannski best að vera ekkert að þenja sig of mikið og gera hlutina bara saman, leiða saman öflin í friði og deila saman sviðinu, sleppa fordómum og hætta að flokka okkur eftir stærðum, gerðum og öðrum þát­ tum sem mismuna og eru notaðir til þess að staðsetja okkur í píramída þar sem sá sem hefur mesta valdið situr á toppnum. Við eigum að geta lagt okkur meira fram við að breyta þessu í okkar hversdagslega lífi og samveru, til að öðlast meiri samhljóm sem man­ neskjur.

Hvernig er að vera gjörningalistamaður með bækistöð á Íslandi? Er íslenskt samfélag gjörnin- gahneigt - eða gjörningavænt?

Við látum vel að því að búa á Íslandi hvernig svo sem litið er á það. Fyrir utan kannski veðrið og pólitíkina. Það er bara gott að vera gjörningalistamaður á Íslandi. Hér er margt að gerast og mikil gróska í gjörningalistinni, stórar hátíðir eins og Sequences gjörningalistahátíðin og nú Cycle í Kópavogi. Frekar gott miðað við stærð og möguleika. Íslenskir lista­ menn eru frekar gjörningahneigðir og það eru margir að gera góða hluti. Samfélagið er nokkuð móttæki­ legt fyrir gjörningum, að minnsta kosti er fólk duglegt að koma og sjá það sem er að gerast, og er spennt fyrir því óvænta sem er oft það sem einkennir góða gjörninga. En við ákváðum það þegar að við vorum að byrja að vinna að allur heimurinn væri okkar vettvangur. Þess vegna tókum við upp hið alþjóðlega nafn The Icelandic Love Corporation. Enda hefur það komið á daginn að við höfum unnið jöfnum höndum hér heima og erlendis.

Hvaða verk eða óverk er svo næst á döfinni hjá Gjörningaklúbbnum/Icelandic Love Corporation?

Við erum að fara að taka þátt í listahátíð í Basel í Sviss í haust og einnig að vinna með skandinavískum leikhúshópi að nýju sviðsverki. Síðan erum við einnig að undirbúa nýja og áhugaverða starfsemi sem mun fara fram á netinu. Það er í samstarfi við netfólk
sem er að þróa fjölbreyttari leiðir fyrir listamenn
að koma verkum sínum á framfæri og að auðvelda fólki jafnframt að greiða fyrir listina. Það má einmitt kannski segja að þetta sé óverk því að það á sér stað í hinum stafræna heimi. Það er áhugavert hversu mikil samsvörun er með gjörningum og því sem á sér stað
í netheimum. Í báðum tilfellum er eitthvað mikið að eiga sér stað sem á sér samt ekki að öllu leyti stað í efnisheiminum. Þetta er auðvelt fyrir ungu kynslóði­ na að meðtaka en kannski erfiðara fyrir hina eldri sem eru vanir því að höndla með hluti í föstu formi.