GKR flytur "Geimvera" í beinni í Kronik (myndband)

Kronik

Síðastliðið föstudagskvöld leit rapparinn GKR við í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977. Ásamt því að ræða við umsjónarmenn þáttarins um lífið og veginn flutti hann einnig lagið Geimvera í beinni (sjá hér að ofan). 

Líkt og fram kom í viðtalinu byrjaði GKR að smíða takta í fyrra. Hér fyrir neðan er lagið Bara þú sem GKR pródúseraði fyrir rapparann Mælginn—en GKR kemur einnig fram í laginu.