GKR og BNGRBOY frumsýna nýtt myndband á Prikinu

Viðburðir

Lítið hefur heyrst frá rapparanum GKR frá því að hann fagnaði útgáfu plötunnar GKR í febrúar á þessu ári – en í kvöld (þriðjudaginn 14. nóvember) ætlar rapparinn, í samstarfi við taktsmiðinn BNGRBOY, að frumsýna nýtt myndband á Prikinu.

Um ræðir myndband við lag sem ber titilinn Upp og í tilefni frumsýningarinnar mun flottur hópur listamanna koma fram um kvöldið GKR til liðsinnis. Líkt og fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins er ætlunin að gera kvöldið að „þriðjudegi ársins.“

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Útgáfuteitið hefst klukkan 21:00 og mun DJ $TARRI þeyta skífum út kvöldið. Frítt inn að vanda og tilboð á barnum.

(Þess má geta að rapparinn verður gestur útvarpsþáttarins Kronik næstkomandi föstudag - á milli 18:00 og 20:00)