GKR og Spooky Bizzle (UK) á Paloma á morgun í boði FALK og Plútó

Viðburðir

Á morgun (14. október) blása FALK Records og Plútó í samstarfi við Stella Artois til heljarinnar veislu á Paloma.

Fram koma:
Spooky Bizzle
GKR
DJ Kocoon
Skurður

Kvöldið hefst klukkan 22:00 og stendur til 04:30. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu en 2.500 kr. við hurð. 

Eins og fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins þá er plötusnúðurinn og pródúsentinn Spooky Bizzle eitt virtasta nafnið í Grime senunni í Bretlandi en hann hefur meðal annars komið fram í Boiler Room og Red Bull Radio. 

Í samtali við SKE í morgun vakti DJ Kocoon einnig athygli á því að GKR hefur haft sig lítið í frammi undanfarið:

„GKR hefur ekki komið fram í langan tíma og hann ætlar að taka nýtt efni og harðara, meira grimey dót.“

– DJ Kocoon

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Hér fyrir neðan er svo settið hans Spooky Bizzle frá Boiler Room ásamt nokkrum fáguðum tónum frá rapparanum GKR.