„Glæný vinnustofa í gamalli rækjuvinnslu í Bolungarvík.“ – SKE spjallar við Ella Egilsson (Blek)

SKE Blek

Síðastliðinn 22. mars leit listamaðurinn Elli Egilsson við á húðflúrstofuna Memoria Collective á Klapparstígnum með það fyrir stafni að fá sér nýtt húðflúr á bakið. SKE slóst að sjálfsögðu í för og spurði Ella spjörunum úr á meðan á heimsókninni stóð (sjá hér að ofan).

Líkt og fram kemur í viðtalinu hefur Elli breytt gamalli rækjuvinnslu í Bolungarvík í eitt stærsta myndlistarstúdíó á landinu:

„Eins og er þá er ég með glænýja vinnustofu í Bolungarvík sem er eitt stærsta myndlistarstúdíó á Íslandi. Ég veit að Tolli á stórt stúdíó en ég held að mitt sé stærra. Það er í gamalli rækjuvinnslu sem er risastórt ver; þetta er eins og koma inn í Sundhöllina.“

– Elli Egilsson

Elli fékk sér gríðarstóran svartan pardus á bakið sem listamaðurinn Haukur Færseth flúraði en eins og sjá má kom það sérdeilis vel út.

Þess má einnig geta að Elli Egilsson var tíundi gestur SKE og Memoria í myndbandsseríunni SKE Blek en áður hafa listamenn á borð við Young Karin, Birnir, DJ Sura, Lexi Picasso, o.fl verið viðmælendur seríunnar.