Grammy tilnefningarnar dottnar í hús!

Lítum nú aðeins á Grammy tilnefningarnar.

Stærstu fréttirnar eru kannski þær að Hildur Guðnadóttir fær tilnefningu í flokknum Best Score Soundtrack For Visual Media fyrir tónlistina í Chernobyl - til hamingju Hildur!
Annars ætlum við núna að swinga beint yfir í rappflokkinn.

Besta rapp frammistaðan - Rap Performance

J. Cole fyrir Middle Child, DaBaby fyrir Suge, Dreamville og co. fyrir Down Bad, Nipsey Hussle, Roddy Rich og Hit-Boy fyrir Racks in the Middle og hjónin Offset og Cardi B fyrir Clout.

Besta rapp/söng frammistaðan - Best Rap/Sung Performance (hér er verið að verðlauna fyrir blöndu af söng og rappi, pínu undarlegur flokkur en við leyfum því að slæda).

Nipsey Hussle og John Legend (og DJ Khaled, I guess) fyrir Higher, Lil Baby og Gunna fyrir Drip Too Hard, Lil Nas X fyrir Panini, Mustard og Roddy Rich fyrir Ballin og að lokum Young Thug, J. Cole og Travis Scott fyrir The London.

Besta rapplagið

Bad Idea með YBN Cordae og Chance the Rapper, Gold Roses með Rick Ross og Drake, A Lot með 21 Savage og J. Cole, Racks in the Middle með Nipsey Hussle, Roddy Rich og Hit-Boy og síðast en ekki síst Suge með DaBaby.

Besta rappplatan

Revenge of the Dreamers III með Dreamville, Championships með Meek Mill, I AM > I Was með 21 Savage, Igor með Tyler, The Creator og The Lost Boy með YBN Cordae.

J. Cole virðist vera sigurvegarinn þarna, svona fyrirfram athugað allaveganna, en hann er auðvitað ákaflega Grammy-legur rappari. Það sem kannski kemur pínu á óvart er YBN Cordae þarna tvisvar á lista og kannski líka að 21 Savage - en kannski eru J. Cole featurin að draga þá inn?