„Hann er uppáhalds leikarinn minn.“—J.I.D. gefur út "DiCaprio 2"

Fréttir

Síðastliðinn mánudag, 26. nóvember, rataði platan DiCaprio 2 eftir bandaríska rapparann J.I.D. á Spotify (sjá hér að neðan).


Um er að ræða aðra hljóðversplötu J.I.D. sem fylgir í kjölfar plötunnar The Never Story sem kom út í fyrra. Platan geymir 14 lög og skartar tónlistarfólki á borð við A$AP Ferg, J. Cole, Ella Mai og Method Man. 

Áður hafði rapparinn gefið út EP plötuna DiCaprio árið 2015. 

Aðspurður út í titill plötunnar, í viðtali við Rolling Stone í vikunni, lét J.I.D. eftirfarandi ummæli falla:

„Hann (Leonardo DiCaprio) er uppáhalds leikarinn minn. Hann var ekki búinn að vinna Óskarinn á sínum tíma. Ég var ekki með plötusamning. Nú er ég búinn að undirrita plötusamning og hlutirnir eru að gerast. Hann er búinn að vinna Óskarinn og hlutirnir eru að gerast. Ég var ekki að ýja að því að við værum bestu vinur, eða að ævisaga okkar væri eins, en hins vegar eigum við óneitanlega margt sameiginlegt.“

– J.I.D.

Nánar: https://www.rollingstone.com/m...

Við fyrstu hlustun standa lögin 151 Rum, Workin Out, Westbrook og Off Deez upp úr.