Hatrið mun tísta—Twitter bregst við sigurframmistöðu Hatara

Fréttir

Í gær (14. maí) komst Hatari—framlag Íslands til Eurovision—í úrslit keppninnar sem fer fram næstkomandi laugardag (18. maí). Er þetta í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland nær þeim áfanga. Líkt og fram kom í hérlendum fjölmiðlum var Hatari eitt umtalaðasta atriði kvöldsins, en þrátt fyrir ástríðufulla framkomu blikkuðu meðlimir sveitarinnar—og föruneyti hennar—vart auga þegar það var ljóst að þeir væru komnir í úrslit. Í tilefni sigurför Hatara tók SKE saman viðbrögð nokkurra erlendra notenda Twitter (sjá hér að neðan).