„Hef sofið í fjóra og hálfa tíma síðastliðin 10 ár“ – Lexi Picasso (SKE Blek)

SKE Blek

Nýverið kíkti rapparinn Lexi Picasso á húðflúrstofuna Memoria á Klapparstígnum í því augnamiði að bæta flúri við þegar skrautlegan arm.

SKE slóst í för með Lexi og spurði hann spjörunum úr á meðan hann sat í stólnum (sjá hér fyrir ofan).

Í viðtalinu spurði blaðamaður SKE, meðal annars, út í ummæli sem Lexi Picasso lét falla á Twitter fyrr á árinu þar sem hann lýsti því yfir að sterk bönd væru yfirleitt á milli snilligáfunnar og geðveikinnar. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í snillinga á borð við Mozart, Beethoven og Van Gogh og ýjaði þar með að því að hans eigin hæfileikar á sviði tónlistar ættu, að sama skapi, rætur að rekja til sálrænna flækja:

„Ég er með ADHD, ég fæ martraðir, ég er með köfnunarsvefn, ég hef aðeins sofið í fjóra og hálfa tíma síðastliðin tíu ár.“

– Lexi Picasso

Þess má geta að Lexi Picasso gaf út samnefnda plötu á Soundcloud fyrir tæpum mánuði síðan. Platan inniheldur 25 lög er alfarið pródúseruð af tvíeykinu J.U.S.T.I.C.E. League (sjá hér fyrir neðan).