Heimir Björnsson gefur út nýtt lag á Soundcloud: "Bókóbókó"

Íslenskt

Í gær (21. september) sendi rapparinn Heimir Björnsson, oftast kenndur við norðlensku rappsveitina Skytturnar, frá sér nýtt lag á Soundcloud. 

Lagið ber titilinn Bókóbókó og verður að finna á væntanlegri smáskífu:  

„Ég og Daveeth erum að vinna saman að EP. Prójektið fékk nafnið Dahmir. Ákváðum að setja eitt lag í smökkun. Það verður hægt að dálóda því í sólarhring en eftir það fer það í myndbandsgerð og fínpússun.“

– Heimir Björnsson

Hér er svo eitt sígild frá Skyttunum.