Herra Hnetusmjör og Óli flytja lagið 'Ár eftir ár' í beinni

Tónlist

23. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið laugardaginn 13. maí. Gestir þáttarins voru Alvia Islandia og Herra Hnetusmjör en sá síðarnefndi flutti meðal annars lagið Ár eftir ár í beinni með aðstoð Ólafs Sigurðarsonar (Óla) sem jafnframt leikur aðalhlutverkið í myndbandi lagsins. 

Þess má einnig geta að Ólafur Sigurðarson er bróðir rapparans Birnis sem kíkti einnig við í hljóðverið bróður sínum til halds og trausts. Ekki er langt síðan að Birnir og Herra Hnetusmjör fluttu eftirminnilegt „freestyle“ í beinni útsendingu Kronik frá versluninni Smash í Kringlunni.