Herra Hnetusmjör rappar yfir "Get Back" eftir Ludacris (myndband)

Kronik

Síðastliðið föstudagskvöld (25. maí) fór útvarpsþátturinn Kronik í loftið á X-inu 977 samkvæmt hefðbundinni dagskrá. Gestur þáttarins var rapparinn Herra Hnetusmjör en ásamt því að ræða væntanlega tónleika á Hard Rock Café gerði hann sér einnig lítið fyrir og frumflutti nýtt erindi yfir bítið Get Back sem bandaríski rapparinn Ludacris gerði frægt á sínum tíma (sjá hér að ofan). 

Næsti þáttur Kronik fer í loftið föstudaginn 1. júní en orðið á götunni er að Dadykewl og Sura komi til með að líta við í hljóðverið. 

"Stay tuned."