Hinn keflvíski Andri Már rappar yfir "Moves" (Big Sean) í Kronik

Kronik

Síðastliðinn 29. október gaf keflvíski rapparinn Andri Már út myndband við lagið Klíkan (sjá neðst) á Youtube. Í tilefni útgáfunnar kíkti hann við í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977 síðasta föstudag en ásamt því að flytja fyrrnefnt lag í beinni gerði hann sér einnig lítið fyrir og flutti nokkrar vel valdar rímur yfir bítið Moves sem bandaríski rapparinn gaf út í lok 2016 (sjá hér fyrir ofan).

Þess má einnig geta að Birnir kíkti við í hljóðverið ásamt tónlistarmanninum Hugni og ræddi, meðal annars, væntanlegt mixteip.

Nánar: http://ske.is/grein/mixteipid-...