Hinn sálugi XXXTentacion gefur út nýtt myndband: "Moonlight"

Fréttir

Síðastliðinn 18. júní var rapparinn XXXTentacion skotinn til bana í suður-Flórída, aðeins 20 ára gamall. 

Í dag (1. október) rataði myndbandið við lagið Moonlight á Youtube (sjá hér að ofan) en þó svo að lagið hafi notið mikilla vinsælda frá því að það kom út í mars á þessu ári—átti rapparinn eftir að gefa út myndband við lagið. Myndbandinu leikstýrði JMP og er XXXTentacion sjálfur titlaður sem listrænn stjórnandi myndbandsins, sem og höfundur handritsins. Í myndbandinu ráfar rapparinn um í dularfullu partíi í skóginum, undir tunglsljósinu. 

Nánar: https://www.hotnewhiphop.com/x...

XXXTentacion hét réttu nafni Jahseh Dwayne Onfroy og fæddist þann 23. janúar 1998. Ferill Onfroy byrjaði á Soundcloud og steig hann fyrst á sjónarsviðið árið 2013 með útgáfu lagsins News/Flock. Fyrsta plata rapparans, 17, kom út þann 25. ágúst 2017 en tæpu ári seinna gaf hann út plötunni ?, þann 16. mars 2018. Báðar plötunnar slógu í gegn og þá sérstaklega hin síðarnefnda sem fór rakleitt í fyrsta sæti Billboard listans yfir vinsælustu plötur Bandaríkjanna og nutu lögin Sad! og Changes mikilla vinsælda í kjölfarið.

Að lokum má þess geta að XXXTentacion varð á dögunum fyrsti sálugi listamaðurinn til þess að eiga lag í fyrsta sæti vinsældalista Billboard frá því að lag rapparans The Notorious B.I.G. Mo Money Mo Problems rataði í fyrsta sæti listans árið 1997.