Hiphop þátturinn Tetriz flytur í miðbæinn

Benni B-Ruff og Joey Christ hjá 101 samsteypunni hafa náð saman um að Tetriz verði nú á dagskrá í Útvarpi 101

Samningar hafa náðst á milli goðsagnakennda plötusnúðsins Benna B-Ruff og útvarpsstöðvarinnar 101 og mun hiphop þátturinn Tetriz því vera útvarpað úr hjarta miðbæjarins héðan í frá. Þátturinn verður nú á dagskrá fyrstu tvo föstudaga mánaðarins. Hlustendur vita að Benna er treystandi til að spila aðeins gullslegnar hiphop dúndrur í þættinum og geta því andað léttar - föstudagar verða áfram alveg geggjaðir.

„Ég er mjög peppaður fyrir breytingunni! Það verður gaman að fara inn á stöð með svona mikinn stuðning,“ segir Benni aðspurður að því hvernig honum lítist á nýja heimilið. En mun þátturinn verða með breyttu sniði?
„Hann verður með svipuðu móti. Throwbacks og gott mix. Stóra breytingin er sú að hann verður núna tvisvar í mánuði í staðinn fyrir einu sinni eins og hann var áður.“

Lesendur eru hvattir til að stilla á FM 94,1 á slaginu 12 á morgun til að fá vænan skammt af gullaldar hiphopi beina leið í sálina.