„LSH er okkar“: Hjúkrunarfræðinemar stæla Emmsjé Gauta

Tónlist

Hjúkrunarfræðinemar sem stefna á útskrift í vor endursömdu lagið Reykjavík eftir Emmsjé Gauta og sendu frá sér myndband við afraksturinn síðastliðinn laugardag. 
Lagið ber heitið LSH er okkar og í myndbandinu getur að líta hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar rappa og dansa upp á þaki og í bygginu landspítalans. Texti lagsins geymir ýmsar ádeilur á stöðu heilbrigðiskerfisins og mikilvægi hjúkrunarfræðinga innan þess.