Hlynur Hólm deilir myndbandi af útgáfutónleikum JóaPé x Króla á Prikinu

Fréttir

Í tilefni útgáfu plötunnar GerviGlingur tróð tvíeykið JóiPé x Króli upp á Prikinu síðastliðið laugardagskvöld (9. september). 

Stuttu síðar birti leikstjórinn Hlynur Hólm Hauksson – sem jafnframt leikstýrði myndbandinu við lagið B.O.B.A. – ofangreint myndband á Youtube rás sinni þar sem gægst er inn í líf strákanna í aðdraganda tónleikanna sem og á tónleikunum sjálfum.

Eins og fram kemur í byrjun myndbandins átti tvíeykið átta vinsælustu lög landsins á Spotify eftir að platan kom út og enn hangir platan í níu efstu sætum listans (Ég vil það með JóaPé og Chase situr nú í 7. sætinu).

Að lokum má þess geta að JóiPe x Króli verða gestir útvarpsþáttarins Kronik næstkomandi föstudagskvöld á X-inu 977 (á milli 18:00 og 20:00) en hér fyrir neðan má sjá myndband frá síðustu heimsókn tvíeykisins í þáttinn.