HM bikarinn til sýnis á Íslandi í mars á næsta ári

Fréttir

Í tilefni þess að Ísland sé búið að tryggja sér þáttöku á HM í Rússlandi næsta sumar mun verðlaunagripur mótsins koma til landsins síðar í vetur og þá í boði Coca-Cola. 

Líkt og fram kemur í tilkynningu Coca-Cola mun bikarinn ferðast til yfir 50 landa og gefst íslenskum knattspyrnuunnendum kostur á að sjá hann með eigin augum næstkomandi 25. mars. 

„Ferðalag bik­ars­ins hófst í sept­em­ber 2017 í Rússlandi og mun spanna yfir 50 lönd í sex heims­álf­um og um 126,000 kíló­metra á þeim níu mánuðum fram að keppn­inni sjálfri, HM2018. Í Rússlandi einu mun bik­ar­inn heim­sækja 25 borg­ir — en það er lengsta viðvera bik­ars­ins hjá gest­gjafa síðan ferðalög­in hóf­ust — þar sem einn af hverj­um þrem­ur Rúss­um hef­ur tæki­færi til að sjá bik­ar­inn með eig­in aug­um.” 

– Fréttatilkynning Coca-Cola