HRNNR og Smjörvi taka Rúllum á bílum í beinni

Tónlist

Síðastliðið laugardagskvöld, eða þann 25. febrúar, fór útvarpsþátturinn Kronik í 
loftið í 12. sinn – frá því að þátturinn hóf göngu sína á ný í lok nóvember 2016.

Gestir þáttarins voru DJ Karítas, ddykwl og HRNNR & Smjörvi, en þeir síðarnefndu fluttu lagið Rúllum á bílum í beinni (sjá hér fyrir ofan).

Eins og sjá má á myndbandinu voru umsjónarmenn þáttarins sérdeilis ánægðir með flutning HRNNRs og Smjörva, enda um mikla innlifun að ræða.

Hér fyrir neðan má hlýða á hljóðversútgáfu lagsins.

#Feruppoglagaþakið