HRNNR & Smjörvi kasta kveðju á Dóra DNA (myndband)

Tónlist

Síðastliðið laugardagskvöld, eða þann 25. febrúar, fór útvarpsþátturinn Kronik í  loftið í 12. sinn – eða frá því að þátturinn hóf göngu sína á ný í lok nóvember
2016.

Gestir þáttarins voru DJ Karítas, ddykwl og HRNNR & Smjörvi, en þeir síðarnefndu fluttu lagið Rúllum á bílum í beinni ásamt því að spjalla stuttlega við umsjónarmenn þáttarins (sjá hér fyrir ofan).

Í lok viðtalsins gerði tvíeykið heiðarlega tilraun til þess að flytja vísur að munni fram yfir ,old-school instrumental' í boði Benna B-Ruff; útkoman var kómísk.

Þar á undan köstuðu þeir félagar einnig kveðju á Mosfellinginn Dóra DNA:

„Við erum ungir rapparar frá Mosfellssveitinni ... S/O á Dóra DNA.“

– HRNNR

Hér fyrir neðan eru svo nokkur góð lög frá tvíeykinu.