Huginn gefur út nýtt myndband: „Eini Strákur“ ásamt Helga Sæmundi

Íslenskt

Síðastliðið fimmtudagskvöld (12. október) hélt tónlistarmaðurinn Huginn sérstakt "showcase" á Prikinu í samstarfi við plötuútgáfuna Sticky. Ásamt því að flytja nokkur vel valin lög frumsýndi Huginn einnig myndband við lagið Eini Strákur sem kom út í byrjun október. 

Í dag rataði myndbandið svo á Youtube (sjá hér fyrir ofan) en texti lagsins sem og flutningur var í höndum Hugins og Helga Sæmundar úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. 

Lagið pródúseraði Whyrun og sá Jón Bjarni Þórðarson um upptöku og hljóðblöndun. Birnir Sigurðarson leikstýrði myndbandinu með aðstoð frá Ágústi Elí Ásgeirssyni.