Loksins meira frá Hugin: "Eini Strákur" (feat. Helgi Sæmundur)

Íslenskt

Lítið hefur farið fyrir tónlistarmanninum Hugin eftir útgáfu lagsins Gefðu mér einn síðastliðið vor. 

Þegar SKE ræddi við hann í kjölfar útgáfunnar tjáði hann blaðamanni að hann sæti á miklu efni og stefndi að útgáfu mixteips í sumar:

„Ég sit á miklu efni sem ég hef verið að vinna í síðustu mánuði en er þannig séð ekki með neitt plan. Byrja að vinna í næsta myndbandi á næstu vikum og sjáum til hvort mixteip gæti ekki poppað upp í sumar.“

– Huginn

Nánar: http://ske.is/grein/huginn-gef...

Ekkert hefur bólað á mixteipinu síðan þá en aðdáendur Hugins geta þó huggað sig við nýtt lag sem kom út í gær (5. október) á Spotify. Lagið ber titilinn Eini Strákur og skartar rapparanum Helga Sæmundi, sem er oftast kenndur við tvíeykið Úlf Úlf (sjá hér fyrir neðan). 

(Myndbandið við lagið Gefðu mér einn kom út í maí.)