Huginn tekur Gefðu mér einn í beinni: Aron Mola með bakraddir

Íslenskt

Það var mikill gestagangur í síðasta þætti Kronik en þátturinn skartaði Peter Overdrive (einnig þekktur sem pródúserinn Fonetik Simbol úr Original Melody), Cheddy Carter, Ella Grill, nokkrum meðlimum Shades of Reykjavík og Hugin.

Ásamt því að spjalla stuttlega við umsjónarmenn þáttarins þá tók hinn síðastnefndi einnig lagið Gefðu mér einn í beinni. Honum til halds og trausts var enginn annar en Aron Mola (sjá hér fyrir ofan).

Hér fyrir neðan má svo sjá myndband við lagið sem kom út fyrir stuttu.