Hundur tilnefndur til Grammy verðlaunana

Þetta er sennilega í fyrsta sinn í sögunni sem hundur gæti hlotið Grammy verðlaun.

Gordie Tumay, hundur upptökustjórans Alex Tumay, er tilnefndur til Grammy verðlaunana í flokknum besta safnplata fyrir bíómynd. Hann er titlaður sem aðstoðarmaður í laginu Save the Day með Ski Mask the Slump God - en Alex, eigandi hans, hljóðblandaði lagið.

Alex Tumay er kannski frægastur fyrir að hafa verið upptökustjóri Young Thug á hans gullaldarskeiði en þeir náðu víst einkar vel saman og voru ansi frjóir tónlistarlega séð.

Það verður spennandi að sjá hvort hundurinn Gordie hlýtur verðlaunin og mætir uppáklæddur á svið. Hátíðin fer fram í janúar á næsta ári.