Hvað bar fyrir augu í óperu Kanye West?

Óperan hans Kayne, Nebuchadnezzar, var frumsýnd á sunnudaginn. Hvað í ósköpunum fór þar fram?

Í fyrsta lagi ber að minnast á að Kanye kemur ekki fram í óperunni nema í hlutverki sögumanns - hann les upp úr Biblíunni enda er óperan auðvitað trúarlegs eðlis. Með aðalhlutverkið fer Sheck Wes, sem er fyndið. Einnig er þetta í alvörunni ópera - kórar og óperusöngvarar sjá um mikið af tónlistinni í þessari uppfærslu.

Talandi um tónlistina - meirihlutinn af tónlistinni í þessari uppfærslu var ný og gerð fyrir óperuna en á sama tíma mátti heyra helling af kunnuglegri músík þarna. Wolves, Mo Bamba og Say You Will til dæmis. Blaðamaður tónlistarvefsíðunnar Pitchfork var á svæðinu og sagði að óperan hefði byrjað heilu tveimur tímum of seint en að almennt hafi fólk verið sátt með uppsetninguna - þó sumir hafi viljað heyra meiri tónlist af nýjustu plötu ‘ye, af einhverri ástæðu.