„Hver er að passa upp á Flona?“ – Viðtal við Flona í Kronik (myndband)

Kronik

Að vanda var mikill gestagangur í útvarpsþættinum Kronik síðastliðið laugardagskvöld.

Meðal gesta var tónlistarmaðurinn Floni en nýverið sendi hann frá sér lagið Tala saman sem hefur fengið hlýjar móttökur á Youtube og Spotify. Floni ræddi lagið sjálft og ýmislegt annað við umsjónarmenn þáttarins (sjá hér fyrir ofan) og forvitnaðist Benni B-Ruff meðal annars um tildrög línunnar Hver er að passa upp á Flona?