i-D fjallar um nýtt myndband GKR: „NEI TAKK“

Fréttir

Íslenski rapparinn GKR hefur notið ákveðinna vinsælda á tónlistarsíðunni i-D en breska veftímaritið fjallaði fyrst um rapparann árið 2016, stuttu eftir útgáfu myndbandsins við lagið Morgunmatur. 

Líkt og fram kemur á vefsíðunni í dag hafa tónlistaraðdáendur víðs vegar um heiminn hægt og rólega komist á bragðið – hvort sem að þeir skilji textana eður ei – en tilefni greinarinnar er nýtt myndband sem GKR sendi frá sér í dag (sjá hér fyrir ofan). Lagið ber titilinn Nei Takk og er það pródúserað af taktsmiðinum Ian Boom. 

Í samtali við blaðamann i-D segir GKR að lagið fjalli um að sætta sig ekki við neitt minna en maður finnst manni eiga skilið. Lýsir hann myndbandinu með eftirfarandi orðum: 

„Það eru svo margar tilfinningar sem lifa innra með mér sem ég hef ekki tjáð áður og þetta myndband er ákveðinn byrjunarreitur. Í ár langar mig að vinna hraðar en áður. Mig langar að starfa meira með öðrum: leikstýra fleiri myndböndum fyrir aðra listamenn og pródúsera meira sjálfur.“

– GKR

Nánar: https://i-d.vice.com/en_uk/art... 

Myndbandinu leikstýrði GKR sjálfur með aðstoð frá Sigurði Ými.