Íslendingar betri rapparar en Svíar og Þjóðverjar: "Aron Can, yes you can."

Fréttir

Hin breska Shadey Bangs stýrir samnefndri rás á Youtube þar sem hún rýnir meðal annars í tónlist hvaðanæva úr heiminum í liðnum Music Mondays.

Í nýjasta myndbandi Shadey Bangs ber hún saman rapptónlist frá Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi (sjá hér að ofan), ásamt kollega sínum Tunde.

Í myndbandinu hlýða þau á fimm íslensk rapplög: Fullir vasar eftir Aron Can; Sósa eftir tvíeykið JóiPé x Króli og Aron Can; OMG eftir Flona, Birni og Joey Christ; Þetta má eftir Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjör; og Ungir strákar (Deep Mix) eftir Flona. Lögin fá fína dóma en þó standa Ungir strákar (Deep Mix) og Þetta má upp úr að mati þáttastjórnenda:

„Guð minn góður. Ég ætla gefa þessu lagi (Þetta má) 9 í einkunn. Þetta kom mér hressilega á óvart.“

– Tunde

Niðurstaða samanburðarins er sú að íslensk rapptónlist ber sigur úr býtum. Að meðaltali fær íslensk rapptónlist 7.8, þýsk rapptónlist fær 7.3 og sænsk rapptónlist 4.8.